Home
 
   Home
   Eiderdown
   Japanese
   Contact Us
   Dúnframleiðendur
 
  

Íslenskur æðardúnn ehf.

Íslenskur æðardúnn hefur frá árinu 1991 selt æðardún á markaði erlendis, aðallega til Japan og Þýskalands, en einnig til annarra landa. Íslenskur æðardúnn hefur getið sér gott orðspor fyrir að bjóða eingöngu upp á æðardún sem uppfyllir ströngustu gæðakröfur erlendra kaupenda.

Þennan góða árangur má rekja til þess að félagið selur eingöngu æðardún sem hreinsaður hefur verið af fólki sem hefur áralanga þekkingu og reynslu af meðhöndlun æðardúns. Sama starfsók hefur starfað við hreinsunina um árabil og njótum við þeirrar reynslu, þekkingu og færni sem starfsólkið býr yfir

Íslenskum æðardúni er ákaflega annt um gæði dúnsins. Þar ræður miklu að dúnninn komi vel þurr í hreinsunina. Jafnframt skiptir máli að dúnninn sé geymdur í pokum sem anda. Raki í æðardúni getur auðveldlega skemmt hann og þ.a.l. rýrt hann. Til að auka líkur á því að vel fari um dúninn á meðan á flutningi og varðveislu hans stendur sendum við bændum dúnpoka sem við mælum með að séu notaðir. Þessir pokar eru mun heppilegri en plastpokar og rifna síður í flutningi. Jafnframt fylgja með merkispjöld, til að merkja pokana nafni eiganda og með heimilisfangi okkar til að dúnninn berist örugglega á réttan stað. Um leið og dúnninn kemur á leiðarenda er móttaka hans staðfest símleiðis. Dúneigandi þarf ekki að bera flutningskostnað vegna flutnings á óhreinsuðum dúni í Stykkishólm, svo fremi að hann sé fluttur land- eða sjóveg. Óskað er eftir því að dúnninn sé fluttur til okkar með Flytjanda, merkt að viðtakandi greiði flutningsgjald.

Allur dúnn sem er í okkar vörslu er tryggður skv. tryggingaskilmálum TM.

Íslenskur æðardúnn hefur einstaklega gott orðspor fyrir traust og örugg viðskipti. Ennfremur greiðir Íslenskur æðardúnn ævinlega hæsta verð fyrir æðardún sem í gildi er á hverjum tíma.

Nánari upplýsingar veitir Erla Friðriksdóttir í s. 899 8369 (Ekki er hægt að senda sms í þetta númer). Þú getur líka sent okkur línu á netfangið erla@kingeider.is

Verðskrá dúnhreinsunar

Vélhreinsun:

 2.00 kr. + vsk á hvert innvegið kg.

Fjaðratínsla:

 10.000 kr. + vsk á hvert hreint kg.
Home | Eider Down | Japan | Contact Us | Dúnframleiðendur